Fyrir langa löngu í árdaga Fiskfélagsins þá setti eitt sinn gestur diskinn sinn til hliðar eftir sælkeramáltíð og sagði sáttur: „Það bregst ekki, öll bestu ævintýrin gerast undir brú.“ Allar götur síðan hafa þessi orð staðið sem bæði markmið og einkunnarorð staðarins; að gera kvöld gesta okkar ævintýralegt.
Matargerðin er með norrænum fusion blæ en byggt er á sterkum grunni hefðbundinna íslenskra rétta. Hinn hæfileikaríki hópur matreiðslumanna Fiskfélagsins er þó þekktur fyrir að senda bragðlaukana á flug og út í heim.
Húsnæði Fiskfélagsins, gamla Zimsen húsið, á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1884, á þeim tíma lítillát verslun. 120 árum seinna var hún færð frá gamla heimili sínu og endurgrafin í hjarta Reykjavíkur, við Grófutorg. Þar var húsið endurgert og endurinnrétt af natni og ást.
Fiskfélagið hóf þar starfsemi árið 2008 og hefur síðan þá staðið fyrir daglegum hringferðum um Ísland og heiminn allan, án þess að gestir þurfi að svo mikið sem standa upp úr sætinu.
Innrétting staðsins var sköpuð af hönnuðinum Leifi Welding í samstarfi við eiganda Fiskfélagsins, Lárus Gunnar Jónasson.
Tilraunastarfsemi og andstæður eru lykilorð kokkanna og Leifur notaði þessi orð við sköpun rýmisins. Ævintýrarík en þó heimilisleg innrétting er hið fullkomna umhverfi fyrir gesti að skella sér í bragðgóðar reisur, innanlands sem utan, með kokkinn sem bílstjóra og þjóninn sem leiðsögumann.